Hver er að baki Vertu Betri?
Sturla Jóhann Hreinsson
Menntaður sem vinnusálfræðingur en hef lengst af starfað sem mannauðsstjóri. Hef starfsins vegna komið að ótal ráðningum og alltaf haft gaman af þessu ferli. Hugmyndin að baki Vertu Betri er að bjóða fólki óháða og faglega ráðgjöf varðandi hvaðeina sem snýr að atvinnuleit. Að baki er mikil reynsla auk faglegs bakgrunns.
Síðustu 10 ár starfaði ég hjá Landsvirkjun sem starfsmannastjóri og lagði mitt af mörkum til þeirrar góðu vegferðar sem fyrirtækið er á. Fyrir þann tíma rak ég sálfræðistofu og ráðgjöf og enn lengra aftur í tíma var ég starfsmannastjóri hjá Nýherja (nú Origo) um 7 ára skeið.
Mín nálgun er praktísk og viðskiptamiðuð og ég þekki vel hvernig fólk getur staðið sig vel í ráðningaferli og öllum þáttum þess.
