Ertu að leita þér að nýju starfi?

Þegar kemur að því að sækja um nýtt starf stöndum við flest í sporum sem við höfum ekki fetað oft áður.  Undirbúningur skiptir höfuðmáli þar sem samkeppni um góð störf er hörð.  Jafnvel þótt fólk komist í viðtalshóp er kálið ekki sopið. Aðstæður eru krefjandi og oft stressandi.  Þegar öllu er á botninn hvolft þarf fólk þó fyrst og fremst að standa aðeins framar öðrum umsækjendum þegar ferlinu lýkur – vera aðeins betri en önnur sem sækja um sama starfið.

Við hjálpum þér að vera með allt klárt fyrir atvinnuleitina

Kynningarbréf
Oft er beðið um kynningarbréf sem gefur þér tækifæri á að lýsa nánar styrkleikum og áhuga á viðkomandi starfi. Hér skiptir öllu máli að hitta í mark og að heimavinnan sé góð.
Ferilskrá
Hér þarf virkilega að vanda til verka - slegist er um eftirsótt störf og því mörg sem sækja um. Kannski þurfa ráðningaaðilar að lesa gegnum tugi eða hundruð umsókna. Hvernig er þín ferilskrá? Vekur hún strax athygli og veitir hún réttar upplýsingar fyrir draumastarfið?
Atvinnuviðtalið
Þegar á hólminn er komið vandast málið. Hvernig er best að snúa sér, mun ég stressast upp og missa boltann? Er kannski hægt að æfa sig í að taka atvinnuviðtöl og verða betri?
AFHVERJU VERTU BETRI?

Við höfum áratuga reynslu af því að ráða fólk í störf

Skotheld umsókn
Eftir að hafa lesið yfir 200 þúsund ferilskrár hefur byggst upp þekking sem þú gætir nýtt þér.
Faglegri ferilskrá
Við förum vel yfir ferilskrána þína svo hún hitti í mark og auki líkurnar á því að þú komist í viðtal.
Markviss þjálfun
Við bjóðum upp á þjálfun til að hjálpa þér að skara fram úr í atvinnuviðtalinu.
Bæði á netinu og í persónu
Þjónustan fer öll fram á netinu en það er einnig hægt að hittast augliti til auglitis.
HVAÐA ÞJÓNUSTUR ERU Í BOÐI

Við bjóðum upp á 3 mismunandi þjónustur

Hvernig virkar ferlið?

Þú einfaldlega velur þjónustuna og hefur samband. Þessu næst er best að taka símtal og ná betur utan um hvernig best er að vinna saman. Mikilvægt er að finna rétta stefnu svo vinnan verði sem markvissust. Að langmestu leyti eru samskiptin rafræn: tölvupóstar og myndfundir eða gömlu góðu símtölin.

Hvað kostar fyrsti fundurinn?

Það kostar ekkert að hafa samband og svo finnum við út úr hlutunum.

Ábyrgist þið að ég fái vinnu?

Okkar hlutverk er að aðstoða þig við að ganga sem best frá viðeigandi skjölum og þjálfa þig í að fara betur undirbúin í viðtal. Við vinnum óháð og það er okkar styrkur.

Yfirlestur á ferilskrá
Við lesum ferilskrána þína yfir og gefum þér ábendingar um fókus, framsetningu upplýsinga og önnur tækifæri til að gera betur. Ekki er verra að vita hvers konar starf er í sigtinu!
Ráðningarviðtal þjálfun
Við setjum upp viðtal og látum reyna á þig - enn á ný er ekki verra að hafa hugmynd um hvernig starf er verið að miða á. Viðtalið verður krefjandi og þú færð endurgjöf á styrkleika og veikleika varðandi frammistöðuna.
Almenn handleiðsla
Samtal um það hvert þinn starfsferill er að fara, hvert viltu þróast? Ertu að vinna á þínum styrkleikum? Hver gætu næstu skref verið?
Hafðu samband